27 Desember 2019 08:02

Karlmaður á sextugsaldri var á jóladag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald, eða til 29. desember, á grundvelli rannsóknar- og almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar vegna gruns um kynferðisbrot og fl. Maðurinn var handtekinn í heimahúsi á jóladag. 

Ekki verða veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.