5 Janúar 2022 13:46
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill minna á slæma spá Veðurstofunnar – gul viðvörnun, en spáð er vaxandi suðaustanátt, 13-18 m/s en 15-23 seint í kvöld. Slydda eða rigning, hiti 1 til 5 stig. Suðaustan 10-18 og rigning með köflum á morgun en fer að lægja síðdegis.
Veðrið mun verða verst frá kl. 22.00 í kvöld og fram eftir morgni.
Snjóþungt gæti orðið á Hellisheiði í dag og nótt. (vegagerdin.is)
Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.
Lögreglan vill sérstaklega beina þeim tilmælum til byggingarverktaka að ganga vel frá byggingar og framkvæmdasvæðum sem þeir bera ábyrgð á. Einnig viljum við benda á að það er stórstreymt og því þurfa bátseigendur að huga að bátum sínum og tryggja þá vel. (sjolag.is)