8 Nóvember 2019 13:51

Veðurstofan spáir roki seinni part dags, í kvöld, nótt og fram til morguns á höfuðborgarsvæðinu – Gul viðvörun. Suðaustan stormur, 15-25 m/s, hvassast á Kjalarnesi. Einnig má búast við mjög snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, 25-30 m/s. Skýjað og úrkomulítið, en dálítil rigning af og til í nótt. Suðaustan 5-8 eftir hádegi á morgun . Hiti 2 til 5 stig.

Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Einnig vill lögreglan beina þeim tilmælum til verktaka að ganga vel frá byggingar – og framkvæmdasvæðum sínum og girðingum í kringum þau.