16 Desember 2022 13:13
Gefin hefur verið út gul viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu og gildir hún frá miðnætti og til morguns. Í dag er spáð suðaustan 10-15 og snjókomu seint í kvöld, sem gæti leitt til erfiðra akstursskilyrða. Fólk er því hvatt til að fylgjast vel með veðurspám, en gular viðvaranir hafa sömuleiðis verið gefnar út fyrir fleiri landsvæði eins og lesa má um á heimasíðu Veðurstofunnar.