30 Nóvember 2006 12:00
Föstudaginn 1. desember taka gildi tvær reglugerðir er varða viðurlög og punkta í ökuferilsskrá vegna brota á umferðarlögum. Þar ber einna hæst að sektir vegna umferðarlagabrota eru hækkaðar umtalsvert og geta orðið allt að 300 þúsund krónum. Þá má einnig nefna að viðurlög við brotum á reglum um aksturs- og hvíldartíma varða nú bæði sekt og punkti eða punktum í ökuferilsskrá.
Smellið hér til að fá nánari upplýsingar.