13 Apríl 2007 12:00

Í gærkvöld fengu lögreglumenn í Kópavogi tilkynningu um aðfinnsluvert aksturslag ungs ökumanns. Sá var með tvo hjólabrettamenn í eftirdragi. Aksturinn var stöðvaður samstundis og hjólabrettamönnunum gert að sleppa takinu á bílnum. Þeir sem áttu hlut að máli eru allir 17 ára og var þeim gert grein fyrir alvarleika málsins en svona háskaleikur er stórhættulegur og með öllu ólíðandi.

Í Hafnarfirði stöðvuðu lögreglumenn för 16 ára pilts og 15 ára stúlku á skellinöðru. Pilturinn, sem ók hjólinu, var með tilskilin leyfi og hefði því átt að vita betur en það er með öll óheimilt að flytja farþega á skellinöðru. Að auki var pilturinn hjálmlaus og ekki bætti það úr skák.