10 Desember 2010 12:00

Tveir karlar voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innflutningi á kókaíni til landsins. Jafnframt var lagt hald á um 400 grömm af kókaíni sem reynt var senda til Íslands í tvennu lagi frá Suður-Ameríku. Bresk lögregluyfirvöld komust á snoðir um fyrri sendinguna en í framhaldinu hófst aðkoma lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Íslenskir tollverðir fundu svo seinni sendinguna en í báðum tilvikum var móttakandinn sá hinn sami. Mennirnir sem um ræðir eru báðir um þrítugt en annar þeirra hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Þeim hefur nú báðum verið sleppt úr haldi en annar þeirra sat í gæsluvarðhaldi í tvo sólarhringa vegna rannsóknarhagsmuna.