29 Nóvember 2011 12:00

Á hverju ári leggur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á verulagt magn af vopnum. Oftar en ekki finnast þau við húsleitir í tengslum við rannsóknir mála en lögreglan hefur einmitt nýverið lagt hald á nokkrar byssur og tugi hnífa í húsi í Reykjavík (sjá meðfylgjandi mynd). Það mál tengist skotárás í austurborginni föstudaginn 18. nóvember sl. Aukinn vopnaburður brotamanna kemur lögreglunni reyndar ekki á óvart og hún hefur varað við þessari þróun. Ekki síst með tilliti til tengingu brotamanna hérlendis við erlenda glæpahópa, t.d. Hells Angels og Outlaws.

Vopnin eru af ýmsum toga og má þar helst nefna haglabyssur, loftbyssur, riffla, skammbyssur, hnífa, hnúajárn, kylfur og raflostbyssur. Um fjölda þeirra vísast í meðfylgjandi töflu um haldlögð vopn árin 2007-2011. Í munaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er auðvitað meira af áðurnefndum vopnum en þau berast eftir ýmsum leiðum. Oftast koma þau samt í leitirnir við húsleitir, líkt og áður sagði. Erfitt er að henda reiður á fjölda vopna í umferð. Eftirspurnin er til staðar og ljóst að margir brotamenn hafa vopn undir höndum eins og dæmin sanna. Í þessu samhengi verður líka að minnast þess að talsverðum fjölda vopna er stolið á hverju ári. Gera má ráð fyrir að þau lendi í höndum óprúttinna aðila.