13 Júlí 2006 12:00

Í samræmi við stefnumörkun lögreglustjórans á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði eru nú kynntar afbrotatölur fyrstu sex mánaða þessa árs bornar saman við sama tímabil áranna 2000 til 2005.

Við skoðun sést m.a. að á þessu tímabili hefur brotum eins og innbrotum, þjófnuðum, eignaspjöllum og líkamsárásum farið fækkandi síðustu ár og eru 9% færri árið 2006 en þau voru árið 2000.  

Umferðaróhöppum og umferðarslysum hefur fjölgað lítillega frá árinu 2005. Umferðarslysum hefur þó fækkað mikið frá árunum 2002 og 2003 þegar þau voru flest.

Það sem helst vekur athygli varðandi umferðarmálin er hin mikla fjölgun kæra vegna hraðaksturs á þessu ári. Þrátt fyrir það fjölgar umferðaróhöppum og umferðarslysum í umdæminu.

Skráðum fíkniefnabrotum hefur fjölgað talsvert frá árinu 2000. Mikil aukning er á magni haldlagðra efna milli áranna 2005 og 2006.

Samantekt lögreglunnar má finna hér.