4 Desember 2019 13:30
Það er orðið ansi jólalegt um að litast á höfuðborgarsvæðinu enda styttist óðum í hátíð ljóss og friðar. Ekki er vitað hvort að þessir erlendu ferðamenn, sem spókuðu sig um á Skólavörðuholtinu í morgun, voru í jólahugleiðingum, en þeir voru alltént ágætlega búnir fyrir gönguferð um borgina. Annars er spáð suðvestan 3-8 m/s og éljum í dag, en vestan 8-13 seint í kvöld. Hæg norðlæg átt og léttskýjað á morgun. Frost 0 til 5 stig.
Umferðin hefur gengið ágætlega það sem af er degi, en það er hálka víða í umdæminu og vegfarendur eru minntir á að fara varlega.