20 Janúar 2020 11:29

Varað er við fljúgandi hálku sem er nú víða á höfuðborgarsvæðinu, en þegar hefur verið tilkynnt um nokkra árekstra í umdæminu í morgun sem má rekja til þessa. Ökumenn, sem og allir vegfarendur, eru því minntir á að fara sérstaklega varlega í umferðinni í dag enda lúmsk hálka á götum, gangstéttum og göngustígum.