22 September 2021 12:40

Svo virðist sem veturinn komi snemma þetta árið og hafa einhverjir ökumenn orðið varir við hálku á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglan hvetur því alla vegfarendur til að sýna aðgát og fara varlega. Borist hafa fyrirspurnir um hvort afskipti verði höfð af bifreiðum búnum nagladekkjum, en í ljósi aðstæðna verður það EKKI gert.