17 Júní 2018 12:40

Íslenskur karlmaður um þrítugt var handtekinn á þaki Stjórnarráðsins við Lækjargötu í Reykjavík á tólfta tímanum í morgun, en hann hafði tekið þar niður íslenska fánann og dregið upp annan þjóðfána. Maðurinn, sem var handtekinn mótþróalaust, var færður á lögreglustöð og bíður nú yfirheyrslu.