10 Ágúst 2011 12:00

Karl á þrítugsaldri var handtekinn eftir að hafa verið staðinn að hraðakstri á Vesturlandsvegi í Reykjavík síðdegis í gær. Þrátt fyrir að hafa ekið of hratt var samt ekki um ofsaakstur að ræða enda var tilefni handtökunnar annað. Maðurinn gaf upp nafn sem lögreglan dró í efa og því var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Þar kom á daginn að ökumaðurinn hafði logið og var ekki sá sem hann sagðist vera. Svo fór að lokum að lygamörðurinn sagði loksins satt og rétt frá og var honum þá sleppt eftir að lögreglan hafði sannreynt það.