11 Mars 2010 12:00

Tæplega tvítugur piltur var handtekinn í verslun á höfuðborgarsvæðinu í gær en þar hafði hann reynt að svíkja út tölvu. Kauði hafði keypt tölvuna á heimasíðu verslunarinnar og gefið upp tilteknar upplýsingar um greiðslukort. Þær vöktu hinsvegar athygli starfsmanna sem höfðu samband við lögreglu. Pilturinn kom svo grunlaus í verslunina og hugðist sækja tölvuna en var þá handtekinn. Greiðslukortið sem um ræðir var ekki hans eigið en pilturinn hefur áður reynt að svíkja út vörur með þessum hætti.