21 Mars 2011 12:00

Lögreglan lagði hald á nokkra tugi lítra af landa sem hún fann í skotti bíls sem var stöðvaður í Breiðholti á föstudagskvöld. Í bílnum voru þrír piltar og voru þeir allir handteknir og fluttir á lögreglustöð. Þaðan var hringt í forráðamenn piltanna og þeim gerð grein fyrir málinu.