1 Júní 2019 11:00
Um helgina verður haldin Hátíð hafsins í Reykjavík, en hátíðarsvæðið verður opið báða dagana frá kl. 12 – 17. Fjölbreytt dagskrá er í boði, en hátíðarsvæðið nær frá Hörpu, um gömlu höfnina, út á Grandagarð og að HB Granda. Lokað er fyrir umferð um Grandagarð á meðan þessu stendur.