20 Apríl 2011 12:00

Nokkrar kvartanir bárust lögreglu vegna hávaða í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu á þriðja og fjórða tímanum í nótt. Í nær öllum tilvikum var um að ræða of hátt stillta tónlist sem fór eðlilega fyrir brjóstið á nágrönnum. Í einu tilfelli var þó ekki beinlínis um partístand að ræða heldur hávaða frá nokkrum piltum sem lifðu sig svo inn í tölvuleik sem þeir voru spila. Ungu mennirnir tóku ábendingum lögreglu vel og lofuðu að taka tillit til annarra íbúa í húsinu.