22 Júní 2023 09:57

Skráð voru 676 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í maí og fækkaði þessum brotum töluvert á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir maí 2023.

Tilkynningum um þjófnaði fækkaði á milli mánaða sem á meðan tilkynningum um innbrot fjölgaði. Það sem af er ári hafa borist um 15 prósent fleiri tilkynningar um innbrot en bárust að meðaltali á sama tímabili sl. þrjú ár á undan.

Alls bárust 113 tilkynningar um ofbeldisbrot í maí. Tilkynningar um heimilisofbeldi fækkaði á milli mánaða og fóru úr 70 tilkynningum í apríl í 55 tilkynningar í maí. Það sem af er ári hafa borist um 14 prósent færri tilkynningar um heimilisofbeldi samanborið við meðalfjölda sama tímabils síðustu þrjú ár á undan. Í apríl voru skráð fimm tilvik þar sem lögreglumaður var beittur ofbeldi og eitt tilvik þar sem lögreglumanni var hótað ofbeldi.

Alls bárust 11 beiðnir um leit að börnum og ungmennum í maí.

Skráðum fíkniefnabrotum fækkaði töluvert á milli mánaða og var eitt stórfellt fíkniefnabrot skráð í maí. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna fækkaði á milli mánaða sem og tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur.

Í janúar voru skráð 607 umferðarlagabrot (að hraðamyndavélum undanskildum). Það sem af er ári hafa verið skráð um átta prósent færri umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu en hafa verið skráð að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár á undan.