27 Apríl 2012 12:00

Strangheiðarleg kona á miðjum aldri kom á lögreglustöðina við Hverfisgötu síðdegis í gær og afhenti peningaveski sem hún hafði fundið í miðborginni. Í veskinu var talsvert af peningum, greiðslukort sem og skilríki og því tókst að finna eigandann. Sá reyndist vera erlendur ferðamaður en viðkomandi var mjög þakklátur þegar hann kom og sótti veskið í gærkvöld og hefur örugglega hugsað fallega til hinnar strangheiðarlegu og skilvísu konu.