7 Nóvember 2011 12:00

Tvær skilvísar og strangheiðarlegar stúlkur komu við á lögreglustöðinni við Hverfisgötu aðfaranótt sunnudags og afhentu peningaveski sem þær höfðu fundið í miðborginni. Í veskinu var talsvert af peningum sem og skilríki og því tókst að finna eigandann. Sá reyndist vera maður á miðjum aldri en viðkomandi var afar þakklátur þegar hann kom og sótti veskið og hefur vafalaust hugsað hlýlega til stúlknanna.