20 Febrúar 2006 12:00

Þann 8. febrúar var kveikt í blaðagámi í Árbæjarhverfinu í Reykjavík. Tveir ungir piltar  þeir Magni Grétarsson og Arnór Guðmundsson urðu eldsins varir og kölluðu til lögreglu og vísuðu henni á staðinn. Lögreglumennirnir sem komu á vettvang slökktu eldinn og töldu piltana hafa brugðust hárrétt við. Í þakklætisskyni bauð lögreglan í Reykjavík þeim í heimsókn á lögreglustöðina við Hverfisgötu.  Drengjunum fannst margt merkilegt að sjá á lögreglustöðinni en voru þó ekki alveg vissir um að þeir ætluðu að verða lögreglumenn þegar þeir yrðu stórir því löggan þarf að vinna á jólunum.

Arnór Guðmundsson og Magni Grétarsson