22 Október 2015 15:16

Undanfarnar vikur hefur finnski lögreglufulltrúinn Sami Isoniemi dvalið á Íslandi og miðlað reynslu sinni til íslenskra starfsbræðra, en Sami hefur unnið að málum flóttamanna og hælisleitenda sem koma til Finnlands. Hann hefur líka þekkingu á mansali, en allt eru þetta mál sem lögregluyfirvöld í Finnlandi þurfa að takast á við. Jafnframt hefur Sami verið upplýstur um hvernig tekið er á þessum málum hérlendis, en heimsóknir af þessu tagi eru öllum lögregluembættum mjög mikilvægar. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Sami hélt erindi fyrir starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

IMG_7239