10 Ágúst 2022 09:50

Verklag íslensku lögreglunnar þar sem tekið er á heimilisofbeldi hefur vakið talsverða athygli, en þessa vikuna er hópur frá Aþenu í Grikklandi hingað kominn til að kynna sér það sérstaklega. Grikkirnir fara víða meðan á heimsókninni stendur, en í gær voru þeir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í Reykjavík og hlýddu á erindi frá fulltrúum lögreglu, dómsmálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Gestirnir voru mjög áhugasamir um það sem við höfðum fram að færa og vonandi nýtist margt af því í baráttu þeirra gegn heimilisofbeldi í Grikklandi.