8 Mars 2024 11:46

Það er jafnan gestkvæmt á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, en í gær var tekið á móti Catarinu Saramento e Castro, dómsmálaráðherra Portúgals, og ráðgjafa hennar, Sóniu Reis. Dómsmálaráðherrann er í stuttri Íslandsheimsókn og hittir ýmsa að máli, en hjá okkur var boðið upp á kynningu á Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Megnið af heimsóknartímanum fór þó í að segja frá málefnum ungmenna í umdæminu, þ.e. ofbeldi, forvörnum og samstarfi við barnavernd, auk þeirrar samfélagslöggæslu sem embættið heldur úti.

Á meðfylgjandi mynd eru ráðherrann og ráðgjafinn ásamt fulltrúum lögreglu, þeim Mörtu Kristínu Hreiðarsdóttur, Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, Margréti Kristínu Pálsdóttur og Þóru Jónasdóttur.