13 Febrúar 2023 15:37

Nítján ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tilkynnt var um átján líkamsárásir, þar af fjórar alvarlegar og farið var í sjö útköll vegna heimilisofbeldis. Tveimur bílum var stolið í umdæminu og brotist var inn í þann þriðja. Um helgina voru enn fremur höfð afskipti af á þriðja tug ökutækja sem var lagt ólöglega á miðborgarsvæðinu. Þá voru ellefu umferðarslys tilkynnt til lögreglu á sama tímabili.