30 September 2019 10:57

Það var í mörg horn að líta hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um helgina, en m.a. voru tuttugu og tveir ökumenn teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu. Einn þeirra var á rafmagnshlaupahjóli, en sá ók á erlendan ferðamann á Klambratúni. Ferðamaðurinn var fluttur á slysadeild, en ökumaður hjólsins var handtekinn og var hann heldur hissa á afskiptum lögreglunnar og þótti frekar mikið úr þessu gert. Fimmtán líkamsárásar- og heimilisofbeldismál komu á borð lögreglunnar og þá var tilkynnt um sautján þjófnaðarbrot í umdæminu. Nokkuð var líka um minni háttar eignaspjöll, þ.m.t. nokkur rúðubrot.