10 Júní 2022 16:45

Þá er helgin framundan og útlit fyrir þokkalegt veður. Það er margt í boði á höfuðborgarsvæðinu og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar má t.d. nefna skemmtidagskrá í tilefni af sjómannadeginum, sem verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn.

Þessi dagur hefur verið hinn ágætasti það sem af er og sólin hefur aðeins náð að skína eins og sést á meðfylgjandi mynd sem var tekin í höggmyndagarðinum á Skólavörðuholti um hádegisbil.

Við verðum að sjálfsögðu áfram á vaktinni og vonandi verður sem minnst að gera hjá okkur!

Góða helgi, öllsömul.