12 Apríl 2022 18:38

Meðfylgjandi eru helstu tölur fyrstu þrjá mánuði ársins 2022 um afbrot í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi og verkefni hennar. (Bráðabirgðatölur fyrir árið 2022.)

Hegningarlagabrotum fækkar talsvert það sem af er samanborið við síðasta ár, fara úr 29 brotum í 14. Fæst hafa brotin verið átta talsins frá 2015.

Eignaspjöllum fækkar einnig milli ára en þau voru óvenju mörg í fyrra.

Umferðarslysum fjölgar talsvert og skýrist meðal annars af slæmu tíðarfari og færð á vegum þessa fyrstu þrjá mánuði.

Skráðum umferðarlagabrotum fækkar milli ára.

Skráð heimilisofbeldismál eru svipuð að fjölda og árin 2019 til 2021.