22 Janúar 2021 17:21

Meðfylgjandi eru tölur lögreglunnar á Austurlandi um afbrot og verkefni ársins 2020 samanborið við árin 2015 til 2019.

Lögreglan kynnti stefnumörkun sína fyrir árið 2020 í febrúarbyrjun það ár þar sem áherslur hennar og markmið voru tíunduð. Stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi | Lögreglan (logreglan.is)

Bráðabirgðaniðurstöður liggja nú fyrir. Þær eru þessar helstar:

  1. Hegningarlagabrot
    1. Stefnt var að fækkun hegningarlagabrota um um 3% miðað við meðalfjölda brota síðastliðin fimm ár.
      1. Hegningarlagabrotum fjölgaði um 8% miðað við meðalfjölda brota síðastliðin fimm ár. Þeim fækkaði hinsvegar frá síðasta ári um 15%.
  2. Umferðarslys / umferðalagabrot
    1. Stefnt var að fækkun umferðarslysa með auknum sýnileika og afskiptum meðal annars, þar á meðal að leggja aukna áherslu á öryggismál eins og vanrækslu á notkun bílbelta, notkun snjalltækja við akstur og lögbundna skoðun ökutækja.
      1. Slysum fækkaði um 43% miðað við meðalfjölda slysa síðastliðin fimm ár. Slysum fækkaði frá síðasta ári um 17%. (Slysum hefur farið fækkandi tvö ár í röð, frá 2018 til 2020.)
      2. Skráðum umferðarlagabrotum fækkaði um 1% miðað við árið 2019. Þeim fjölgar hinsvegar um 29% miðað við meðalfjölda brota síðastliðin fimm ár. (Skráðum umferðarlagabrotum á landsvísu fækkar um 26% milli áranna 2019 og 2020. Heimild Bradabirgdatolur-2020_GB.pdf (logreglan.is).)
      3. Kærum vegna vanrækslu á notkun bílbelta fjölgaði frá árinu 2019 um 80%. Þeim fjölgaði einnig sem meðaltal síðustu fimm ára um sama hlutfall, 80%
      4. Kærum vegna farsímanotkunar fjölgaði frá árinu 2019 um 152%. Þeim fjölgaði einnig sem meðaltal síðustu fimm ára um 423%.
      5. Númeraafklippum fjölgaði frá árinu 2019 um 13%. Þeim fækkaði hinsvegar sem meðaltal síðustu fimm ára um 27%.
  3.  Fíkniefnabrot
    1. Gert var ráð fyrir fjölgun fíkniefnabrota með öflugri greiningarvinnu og aukinni notkun fíkniefnaleitarhunds meðal annars.
      1. Skráðum fíkniefnabrotum fjölgaði sem meðaltal áranna 2015 til 2018 en fækkaði um 45% frá árinu 2019. Þeim fækkaði sem meðaltal brota árin 2015 til 2019 um 7%. (Fjöldi mála var umtalsverður árið 2019 í samanburði og tengist útihátíðum það ár.)
  4. Heimilisofbeldismál
    1. Gert var ráð fyrir fjölgun skráðra heimilisofbeldismála með aukinni kynningu lögreglu og sveitarfélaga til íbúa um samstarfsverkefni þessara aðila og aukna þjónustu og aðstoð til þolenda og gerenda
      1. Skráðum brotum í tengslum við heimilisofbeldi fjölgaði um 270% frá meðaltali síðustu fimm ára og frá síðasta ári um 136%. (Tiltölulega fá brot sem um ræðir og því geta hlutfallstölur verið háar.) Sambærilegar tölur félagsþjónustu sveitarfélaganna Fjarðabyggðar og Múlaþings, hafa hinsvegar ekki farið upp að sama skapi. Má því gera ráð fyrir að nákvæmari skráning þessara mála hjá lögreglu kunni að skýra í það minnsta hluta af fjölguninni.

Unnið er að stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi fyrir árið 2021. Stefnt er að því að kynna hana í byrjun febrúar.