31 Maí 2021 09:51

Þann 25. maí var bifreið ekið á ær og lamb á Suðurlandsvegi skammt frá Jökulsárlóni og drápust bæði.   Bifreið ekið af vettvangi án þess að tilkynna um slysið.   Nú fer sá tími í hönd að  búast ma´við búfénaði við veg og því er nauðsynlegt fyrir ökumenn að hafa gætur á sér þar sem von er á slíku.

31 ökumaður var kærður fyrir að aka of hratt í liðinni viku.  Einn þeirra reyndist að auki með útrunnin réttindi en hraði bifreiðar hans mældist 130 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst á þjóðvegi 1 um Mýrdalssand.    Öðrum, ungum ökumanni á bráðabirgðaskírteini, var gert að sæta akstursbanni þar sem að punktafjöldi hans fór upp fyrir 4 slíka.  Hann þarf því að sækja sérstakt námskeið áður en hann getur hafið akstur á ný.  Af þessum 31 ökumanni eru 18 í Árnessýslu, 5 í Rangárvallasýslu,  6 í V-Skaftafellssýslu og 2 í A-Skaftafellssýslu.

4 ökumenn voru í liðinni viku kærðir fyrir að nota farsíma við akstur bifreiða sinna á og við Selfoss.

Ökumaður vörubifreiðar sem stöðvuð var  við eftirlit á Suðurlandsvegi þann 24. Maí var sektaður vegna aksturs á nagladekkjum.   Honum jafnframt gert að ganga betur frá farmi sem hann flutti á palli bifreiðarinnar.

Vegaeftirlitsmenn hafa unnið með hemlaprófara við vegaskoðanir stórra ökutækja undanfarna viku.   Við embættið á Suðurlandi eru skráðar 6 vegaskoðanir og í 2 þeirra var tilefni til athugasemda.  Um er að ræða samstarf embætta við verkefnið.

Eitt mál kom upp er varðar heimilisofbeldi og var það í sumarhúsi í uppsveitum Árnessýslu.   Málið til rannsóknar og úrvinnslu í samráði við barnaverndaryfirvöld í heimahéraði viðkomandi fjölskyldu.

Ökumaður vélsleða slasaðist þegar hann var á ferð með félögum sínum við á Fjallabaki þann 24. maí.  Hann fluttur með þyrlu LHG á sjúkrahús, hann mun hafa hlotið beinbrot og mar af slysinu en er ekki í lífshættu.

Hestamaður féll af hesti sínum við Helluflugvöll þann 26. maí s.l.    Hringdi sjálfur eftir aðstoð en er eitthvað meiddur eftir.   Fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.   Sama dag féll maður á hlaupahjóli á Eyravegi á Selfossi.   Hann með höfuðáverka og missti meðvitund um stund.   Fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Þann 26. maí hafði lögregla afskipti af ökumanni bifreiðar sem valt út Suðurlandsvegi við Kálfholtsveg.   Hann ómeiddur en  grunaður um ölvun við akstur og gisti fangageymslur þar til unnt var að taka af honum skýrslu um málið.