17 Janúar 2022 10:43

Lögreglumenn hafa undanfarið farið á veitinga og gististaði á Suðurlandi til að kanna með hvernig reglum um sóttvarnir er fylgt eftir.   Tilefni hefur verið til ábendinga á einhverjum stöðum vegna þessa og eru rekstraraðilar hvattir til að gæta þess að þessir hlutir séu í lagi.   Eins og kunnugt er eru mörg smit að greinast í samfélaginu og smittölur fyrir Suðurland má finna á vef HSU (hér)

14 ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka of hratt í liðinni viku.  Flestir þeirra erlendir ferðamenn og sá er hraðast ók mældist á 130 km/klst hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst  Sektin 120 þúsund.  Greidd á vettvangi líkt og flestir þeir sem stöðvaðir voru kusu að gera enda veittur 25% afsláttur ef greitt er innan 30 daga frá álagningu sektarinnar.

4 ökumenn kærðir fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiða sinna í vikunni og skráningarnúmer voru tekin af einni bifreið sem reyndist ótryggð í umferð.

3 ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.  Einn þeirra á bíl með stolnum númeraplötum og með barn sitt í bílnum.

Umferðareftirlitsmenn okkar skoðuðu ástand og réttindi hjá 10 leigubifreiðastjórum í vikunni,  bæði í Reykjavík og á Suðurnesjum og reyndust þeir almennt með mál sín til fyrirmyndar.    Þá kærðu þeir ökumann  fyrir að draga of þunga kerru aftan í fólksbíl sínum á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt.

2 mál er varða heimilisofbeldi / ágreining milli skyldra eða tengdra komu upp í vikunni og hljóta viðeigandi meðferð eftir eðli þeirra.

Maður gisti fangageymslur á Selfossi um liðna helgi eftir að hafa slegið annan þannig að sá hlaut skurð á höfði af.   Einnig hafði viðkomandi brotið rúðu í útihurð íbúðarhúss sem var vettvangur málsins.  Hann yfirheyrður þegar áfengisvíman rann af honum og frjáls ferða sinna að því loknu.  Sjúkrabifreið var kölluð til fyrir þann sem sleginn var og var gert að sárum hans á heilbrigðisstofnun.  Málið áfram til rannsóknar.