9 Maí 2022 11:56
Almennt gekk okkur vel síðustu viku og hún frekar róleg hjá lögreglu. Tæplega fjögurhundruð mál til úrlausnar í vikunni. Mis stór.
Skráningarnúmer voru tekin af 6 bifreiðum á Suðurlandi í liðinni viku. 5 þeirra reyndust ótryggðar en sú sjötta hafði ekki verið færð til aðalskoðunar fyrir árið 2020
28 ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt í umdæminu. Einn þeirra mældur á 143 km/klst hraða á 90 km vegi í Flóa þann 7. maí og er grunaður um að hafa verið ölvaður við aksturinn að auki. Af þessum 28 eru 18 stöðvaðir í vesturhluta umdæmisins 9 um miðbik þess og einn austast. Rétt um helmingur kærðra eru erlendir ferðamenn.
10 umferðarslys voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku. Öll án slysa á fólki. Hinsvegar drapst hestur sem varð fyrir dráttarvél á Bræðratunguvegi þann 5. maí. Brunavarnir Árnessýslu kallaðar til til að hreinsa vettvang og unnið að því að finna út hver er eigandi hrossins sem reyndist án örmerkis. Í öðru tilfelli er ökumaður bifreiðar sem lenti út af Eyrarbakkavegi þann 8. maí grunaður um að hafa verið ölvaður við aksturinn. Hann gisti fangageymslur meðan honum rann áfengisvíman en fór frjáls ferða sinna daginn eftir að lokinni yfirheyrslu.
Auk þeirra er greint hefur verið frá hér að framan var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um að hann væri að aka undir áhrifum fikniefna og aðrir tveir vegna ölvunar.
Eitt mál er varðar heimilisofbeldi kom upp í liðinni viku og er það í rannsókn með aðkomu viðeigandi félagsmálayfirvalda. Heimilisfaðirinn með lítilsháttar áverka á kvið, mögulega af völdum eggvopns en þó óvíst um tilurð þeirra. Báðir málsaðilar skoðaðir af lækni og síðan vistaðir í fangageymslu en yfirheyrðir um málsatvik daginn eftir.