26 Febrúar 2020 15:14

65 ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt í liðinni viku í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. 2 ökumenn eru grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna eða lyfja og aðrir 2 undir áhrifum áfengis. Einn þeirra var stöðvaður með beitingu naglamottu á lokunarpósti líkt og áður hefur verið fjallað um hér á þessari síðu. 5 ökumönnum var gert að færa ökutækin sín á næstu skoðunarstöð þegar skoðun lögreglu á þeim á vettvangi gaf vísbendingar um að ástandi ökutækjanna væri áfátt í einhverjum atriðum s.s. að ökuriti atvinnutækis hafi ekki verið kvarðaður líkt og lögboðið er. 3 ökumenn voru kærðir fyrir að hafa ekki lögboðin ljós kveikt á ökutækjum sínum við akstur þeirra. Aðrir þrír voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti við akstur.

Þann 21. febrúar slösuðust tveir einstaklingar á Höfn þegar hitaveiturör sem verið var að forfæra féll á þá. Þeir leituðu sjálfir aðstoðar á heilsugæslustöð en meiðsl eru ekki alvarleg.   Tveir ferðamenn slösuðust við fall á hálku,   annar við Kerið þann 21. febrúar og hlaut sá áverka á höfði en hinn hlaut áverka á ökla þegar viðkomandi rann til á gönguleiðinni í Reykjadal þennan sama dag. Björgunarsveitir aðstoðu við að flytja viðkomandi til byggða.

14 umferðarslys voru tilkynnt í liðinni viku, öll án teljandi meðsla.   Í einu þeirra, þann 19. febrúar, fór rúta út af vegi við Hof í Öræfum án þess þó að hún ylti eða að slys yrðu á þeim 18 sem í henni voru.