29 Mars 2021 14:38
Einungis 9 einstaklingar voru kærðir fyrir að aka of hratt í umdæminu í liinni viku. Af þeim voru 7 á s.k. 90 km/klst vegi og 2 á vegi þar sem hraði var tekinn niður í 70 km/klst. Langt er síðan jafn fáir hafa verið stöðvaðir vegna hraðaksturs í umdæminu en vera kann að veðurfarslegar aðstæður hafi spilað þar inn í.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og þar sem viðkomandi reyndist sviptur ökurétti vegna fyrri mála. Bíður niðurstöðu blóðrannsóknar of fer síðan til ákærusviðs til afgreiðslu.
8 umferðaróhöpp voru skráð á borði lögreglu í liðinni viku. Sjö þeirra eru skráð án meiðsla en í því áttunda varð það óhapp að ökumanni á Suðurlsndsvegi við Arnarbæli þann 28. mars s.l. fipaðist við aksturinn og snerist bifreið hans á veginum áður en hún lenti framan á bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt og kastaðist síðan út fyrir veg og stöðvaðist í skurði þar. Í bifreiðinni sem snérist voru 2 aðilar en einn í þeirri sem hún lenti á. Öll flutt til aðhlynningar á sjúkrahús en meiðsl talin minni en ætlað var í fyrstu.
2 ökumenn voru kærðir fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiða sinna í umdæminu í vikunni. 40 þúsund króna sekt við slíku broti.
13 stór ökutæki voru skoðuð s.k. vegaskoðun af lögreglumönnum í umferðareftirliti. Framundan er, þegar veðurfarslegar aðstæður leyfa, að fara af stað með færanlegan hemlaprófara sem keyptur var í samstarfi lögreglunnar á Suðurlandi, á Vesturlandi og á Norðurlandi eystra og taka stór ökutæki, þ.e. flutningabíla og hópbifreiðar og hemlaprófa.
12 eftirlitsferðir á veitingastaði og aðra opinbera staði eru bókaðar þar sem sérstaklega var gætt að sóttvörnum og reglum um þær. Almennt í góðu lagi en leiðbeint þar sem efni voru til þess.