11 Ágúst 2023 14:01
Hinsegin dagar standa nú yfir í Reykjavík, en hápunktur þeirra er Gleðigangan, sem fer fram á morgun, laugardag. Gengið verður frá Hallgrímskirkju kl. 14 og í Hljómskálagarðinn, en þar taka við útitónleikar.
Gleðigangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismunar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur áunnist í baráttunni.
Nánari upplýsingar um Gleðigönguna, m.a um götulokanir, er að finna á heimsíðu Hinsegin daga. Þess má geta að veðurspáin er með fínasta móti og því er útlit fyrir að sólin skíni á fólk í Gleðigöngunni á morgun.