12 Júní 2021 12:30

Hjólreiðakeppnin Blue Lagoon Challenge fer fram í dag, en keppendur hjóla frá Völlunum í Hafnarfirði og að Svartsengi í Grindavík. Farið er frá Ásvallalaug að rásmarkinu á Krísuvíkurvegi, en leiðin, sem er 60 kílómetrar, liggur m.a. um Hvaleyrarvatnsveg, Vigdísarvallaveg, Suðurstrandarveg, Grindavíkurveg og Norðurljósaveg, en endamarkið er við Bláa lónið.

Hjólreiðakeppnin stendur yfir frá kl. 16-21 og eru vegfarendur beðnir um að sýna hjólreiðafólkinu þolinmæði og tillitssemi.