7 September 2006 12:00

Gestkomandi karlmaður í verslun sýndi mikið snarræði þegar hann hljóp uppi myndavélaþjóf í gær. Þjófurinn sett fjórar myndavélar í poka og hljóp á brott úr fyrrnefndri verslun án þess að borga fyrir þær. Gesturinn tók þá á rás á eftir hinum fingralanga þjófi og náði honum skömmu síðar. Myndavélunum var síðan skilað aftur í verslunina en þær voru óskemmdar eftir því sem best er vitað. 

Fleiri gerðust brotlegir við lögin í gær en tveir menn voru handteknir fyrir veggjakrot. Þeir voru báðir ölvaðir. Þá voru tveir menn á fimmtugsaldri færðir á lögreglustöð en í fórum þeirra fundust ætluð fíkniefni. Mál þeirra tengjast ekki.

Þá var hlutum stolið úr fjórum bifreiðum. Tölvur voru teknar úr tveimur þeirra en DVD-spilari og lyf úr hinum. Einnig var brotist inn í fyrirtæki í miðborginni snemma í morgun og voru tveir menn handteknir í tengslum við það.