13 Desember 2008 12:00

Piltur um tvítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann er talinn hafa stungið mann með hnífi við Hverfisgötu í Reykjavík snemma í morgun. Árásarmaðurinn fór af vettvangi en var handtekinn nokkru síðar. Áverkar þolandans eru alvarlegir.