7 Janúar 2023 15:28

Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hnífsstungu í íbúð í fjölbýlishúsi í Mosfellsbæ í gærkvöld miðar vel. Tilkynning um málið barst á tíunda tímanum, en þegar lögreglan kom á vettvang voru tveir menn um tvítugt í íbúðinni. Annar hafði orðið fyrir hnífsstungu og var viðkomandi strax fluttur á slysadeild. Líðan hans er eftir atvikum, en maðurinn er ekki í lífshættu. Hinn maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð. Hann er nú laus úr haldi þar sem rannsóknarhagsmunir eru ekki lengur taldir vera fyrir hendi. 

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið.