3 Desember 2017 11:36

Karlmaður er í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt. Brotaþolarnir voru báðir fluttir á bráðamóttöku Landspítalans, en annar þeirra er mjög alvarlega slasaður.

Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.