11 September 2006 12:00

Ungu mennirnir, sem lögreglan í Reykjavík leitaði vegna hnífstungumáls í Select við Suðurfell aðfaranótt sunnudags, hafa gefið sig fram.

Yfirheyrslur yfir þeim eru hafnar en á þessu stigi hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort óskað verður eftir gæsluvarðhaldi.