7 Maí 2007 12:00

Hópur Rúmena heldur af landi brott í dag en fólkið hafði hvorki atvinnuleyfi né fjármuni til að framfleyta sér hérlendis. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af hópnum sem samanstendur af bæði körlum og konum og einu barni að auki. Tæplega helmingur hópsins kom til Íslands í gær en hinir hafa dvalið hér í nokkra daga. Fólkið fer héðan sjálfviljugt en hópurinn telur alls 21 einstakling.