11 Maí 2018 20:23

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst fyrr í vikunni ábending þess efnis að nemandi í skóla á svæðinu hafi sent frá sér færslu á samfélagsmiðlum þar sem hótað var að beita ofbeldi gagnvart skólafélögum.

Verkferlar voru virkjaðir og hóf lögreglan þegar rannsókn í samstarfi við foreldra nemandans, barnaverndaryfirvöld og skólastjórnendur í skólanum er um ræðir. Rannsókn lögreglu er að mestu lokið og málið í farvegi hjá barnaverndaryfirvöldum. Lögreglan því ekki tjá sig frekar um málið.