18 Júlí 2007 12:00
Brot 39 ökumanna voru mynduð á hraðamyndavél lögreglunnar sem var við eftirlit á Álftanesi í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Álftanesveg í suðurátt, þ.e. að Garðavegi. Á einni klukkustund, um hádegisbil, fóru 189 ökutæki þessa akstursleið og því óku 21% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var liðlega 85 km/klst. Þarna er 70 km hámarkshraði en sá sem hraðast ók var mældur á 109.