3 Október 2007 12:00
Brot 55 ökumanna voru mynduð á Bæjarbraut í Garðabæ í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Bæjarbraut í vesturátt, þ.e. á milli Karlabrautar og Hofsstaðabrautar. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 209 ökutæki þessa akstursleið og því ók u.þ.b. fjórðungur ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var liðlega 63 km/klst en sá sem hraðast ók var mældur á 81. Þarna er 50 km hámarkshraði.