16 Nóvember 2010 12:00

Brot 72 ökumanna voru mynduð á Breiðholtsbraut í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Breiðholtsbraut í vesturátt, að Stöng. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fór 581 ökutæki þessa akstursleið og því óku allmargir ökumenn, eða 12%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 73 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 92.

Við hraðamælingar á sama stað í júlí, en á þessum stað hefur verið nokkuð um umferðaróhöpp, var meðalhraði hinna brotlegu svipaður en brotahlutfallið var þá hinsvegar hærra, eða 17%.