5 Febrúar 2007 12:00

Brot 289 ökumanna voru mynduð á gatnamótum Bústaðavegar og Flugvallavegar fyrir helgina. Meðalhraði hinna brotlegu, sem óku Bústaðaveg í vesturátt, var tæpir 77 km/klst en leyfður hámarkshraði á þessum kafla er 60. Sjötíu og einu ökutæki var ekið á meira en 80 km hraða og sex ökutækjum var ekið  hraðar en 90. Eitt ökutæki var mælt á 122 km hraða.

Á sama tímabili óku tólf ökumenn gegn rauðu ljósi á þessum gatnamótum.