9 Febrúar 2010 12:00

Brot 35 ökumanna voru mynduð á Fylkisvegi í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Fylkisveg í suðurátt, að Hraunsási. Á einni klukkustund, síðdegis, fóru 122 ökutæki þessa akstursleið og því ók hátt í þriðjungur ökumanna, eða 29%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 42 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 51.

Eftirlit lögreglunnar á Fylkisvegi var tilkomið vegna ábendinga frá íbúum í hverfinu en þeir hafa kvartað undan hraðakstri á þessum stað.