26 Nóvember 2008 12:00
Brot 86 ökumanna voru mynduð á Háaleitisbraut í gær. Fylgst var með ökutækjum sem ekið var Háaleitisbraut í vestur, norðan Miklubrautar, á þeim hluta vegarins þar sem er 30 km hámarkshraði. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 336 ökutæki þessa akstursleið og því ók rúmlega fjórðungur ökumanna, eða 26%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 42 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði eins og áður sagði. Sá sem hraðast ók mældist á 49.
Niðurstaðan nú er mun betri en við síðustu hraðamælingu á þessum sama stað. Þá óku hlutfallslega fleiri of hratt eða yfir afskiptahraða, eða 62%, og meðalhraði hinna brotlegu var sömuleiðis hærri, eða 45 km/klst. Í kjölfarið var gripið til hraðahindrandi aðgerða sem virðast hafa skilað árangri eins og tölurnar bera með sér.